Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni. Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu 1.

Dómsmálaráðherrann. Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu 2.

Ljónið öskrar. Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu 3.

 

Þegar ég hafði lokið við að skrifa sögu Reykjavíkur datt mér í hug að skrifa ævisögu þess litríka stjórnmálamanns, Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Bókaútgáfan Iðunn féllst á að verða bakhjarl þeirra skrifa. Hugmynd mín var sú að ganga með óbundnar hendur til verksins, það er ég var hvorki á snærum ættingja Jónasar né nokkurra stjórnmála- eða félagasamtaka. Langaði mig til að lýsa ferli Jónasar og honum sjálfum með öllum hans kostum og göllum og draga ekkert undan. Niðurstaðan var þriggja binda verk sem komu út á þremur árum. Var ég tvisvar tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ævisöguna.

 

Úr umsögnum um 1. bindið:

 

Þetta er vel skrifuð bók og sú eina tegund af ævisögu sem hægt hefði verið að skrifa um Jónas frá Hriflu.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur (Mbl. 20. des. 1991)

 

Ólíkt flestum ævisöguriturum íslenskra stjórnmálamanna skrifar Guðjón ekki í hrifningarleiðslu, heldur reynir hann að sjá bæði kost og löst á þessum furðulega náunga. Það er góð tilbreyting.

(Pressan 19. des. 1991)

 

Þessi bók Guðjóns Friðrikssonar um Jónas frá Hriflu er skemmtileg og spennandi aflestrear. Hún hefur yfir sér trúverðugan blæ og lesandinn treystir því að ekkert sé undan dregið, hvorki gott né vont, jákvætt né neikvætt, fyrir söguhetjuna sem þar af leiðandi stendur sterkari eftir þessa bók en ella hefði verið. Gagnrýnislausar lofrullur í ævisöguformi eru allt of algengar.

Svavar Gerstsson alþingismaður og ráðherra (Þjv. 19. des. 1991)

 

Stórmerk bók um Jónas frá Hriflu.

(Þórarinn Þórarinsson ritstjóri og alþingismaður (Tíminn 9. jan. 1992.

 

Fróðleg bók um íslenska stjórnmálaþróun.

Björn Bjarnason alþingismaður og ráðherra (Mbl. 10. jan. 1992)

 

Ágæt bók… og hvet ég alla til að kaupa hana og lesa.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor (DV 8. apríl 1992)

 

Tímabær bók um mikilvægt efni, sem sniðinn er stakkur mjög við hæfi, e.tv. nokkuð hratt unnin, en af kunnáttu og íþrótt ágæts höfundar.

Helgi Skúli Kjartansson prófessor (Saga 30 (1992), 366).

 

Úr umsögnum um 2. bindi:

 

Að mínu mati ættu þessar bækur að stuðla að því að kveða goðsögnina um Jónas frá Hriflu niður.

Björn Bjarnason alþingismaður og ráðherra (Mbl. 4. des. 1992)

 

Guðjón Friðriksson hefur unnið mikið afrek með þessari bók. Jónas frá Hriflu verður ljóslifandi í meðförum Guðjóns og hann skrifar bæði vel og ljóslega um stormasamasta tímabil aldarinnar í íslenskum stjórnmálum. Með nákvæmri og ítarlegri heimildavinnu skýrir Guðjón hvernig málum var ráðið bak við tjöldin og ályktanir hans bera vott um innsæi og yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu.

Hrafn Jökulsson (Pressan 22. des. 1992).

 

Þetta er ilmandi skemmtileg lesning.

Svavar Gestsson (Vikublaðið 22. des. 1992).

 

Guðjón Friðriksson kann greinilega þá nauðsynlegu íþrótt sagnfræðinga að gera efnið ljóslifandi og læsilegt fyrir venjulegt fólk án þess að víkja frá þeim trúverðugleika sem sagnfræðingar verða að hafa. Þetta er mikil íþrótt og vandasöm en það er mjög dýrmætt að sagnfræðingur, sem getur ef guð lofar, afkastað miklu enn, skuli hafa hana á valdi sínu.

Jón Kristjánsson alþingismaður og ráðherra (Tíminn 6. jan. 1992).

 

Því ber okkur að þakka Guðjóni Friðrikssyni fyrir að segja söguna skrumlaust og rétt.

Halldór Kristjánsson frá Kirkubóli (Tíminn 14. jan. 1993)

 

Stærsta framlag ævisögu Jónasar frá Hriflu er þó kannski að hún gerir okkur kleift að setja Jónas inn í hugmyndafræðilegt samhengi sitt. Guðjón fellur ekki í þá gryfju að trúa goðsögnum framsóknarmanna… tvímælalaust skyldulesning.

Gunnar Helgi Kristinsson (Saga 31 (1993), 186, 188)

 

 

Úr umsögnum um 3. bindi:

 

Ljónið öskrar er á köflum eins og snilldarlega samin reyfari, einkum þegar sagt er frá því baktjaldamakki og eitruðum leikfléttum í pólitik fjórða áratugarins… Ævisaga Jónasar frá hriflu markar tímamót í íslenskri ævisagnagerð.

Hrafn Jökulsson (Pressan 16. des. 1993)

 

Öll er þessi saga feikifróðleg… Hún er afbragðsvel rituð og varpar ljósi á flesta meginþætti íslenskrar stjórnmálasögu á fyrri hluta þessarar aldar.

Jón Þ. Þór sagnfræðingur (Tíminn 18. febr. 1994).

 

Guðjón Friðriksson hefur unnið afrek með því að skrifa sögu Jónasar frá Hriflu.

Björn Bjarnason alþingismaður og ráðherra (Mbl. 21. des. 1993).

 

Það er helsti styrkur umræddra bóka Guðjóns Friðrikssonar hversu honum tekst að sýna þennan undarlega samsetta mann sem átti svo merkilegan feril, samtímis eða sitt á hvað og á sannfærandi hátt yfirburði hans í einu tilliti en undarlega þverbresti eða hreina vöntun í öðru… Tök Guðjóns á sögu Jónasar og ferli, óhlutdrægni hans, hæfileg hrifning tempruð af umburðalyndi, hefur skilað verki sem ég ætla að á þessari stundu sé mætavel samboðið minningu Jónasar og því tímabili, sem hann setti svo mikinn svip á.

Bergsteinn Jónsson prófessor (Saga 32 (1994), 312-14).