Reykjavík bernsku minnar

 

Sumarið 1984 átti ég útvarpsviðtöl við 18 Reykvíkinga um bernsku þeirra í Reykjavík og um jólaleytið sama ár bættist það nítjánda við. Arnbjörn Kristinsson forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs falaðist eftir að gefa út bók með viðtölunum og varð það að veruleika. Viðmælendurnir, sem voru fæddir á á árabilinu 1900-1930, voru þessir: Anna Eiríks talsímakona, Atli Ólafsson skjalaþýðandi oig iðnrekandi, Ágústa Kristófersdóttir húsfreyja, Ágústa Pétursdóttir Snæland auglýsingateiknari, Björgvin Grímsson forstjóri, Elías Mar rithöfundur, Gestur Þorgrímsson myndlistarmaður, Guðmundur J. Guðmundsson verkalýðsleiðtogi, Guðrún Þórarinsdóttir prófastsfrú, Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttarlögmaður, Haraldur Guðbergsson teiknari, Jónas Árnason rithöfundur, Oddgeir Hjartarson sölustjóri, Ólöf Benediktsdóttir menntaskólakennari, Solveig Hjörvar gangavörður, Steinunn Magnúsdóttir skrifstofumaður, Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands, Þorvaldur Guðmundsson forstjóri í Síld og fisk og Örn Clausen hæstaréttarlögmaður.

 

Úr umsögnum um bókina:

 

Höfundur stýrir viðtölunum vel. Spurningarnar eru vel valdar og hnitmiðaðar og bera þess merki að hann hefur aflað sér góðrar þekkingar á efninu áður og kann vel til verka. Í samræmi við þetta verða viðtölin góð, skýr, fræðandi og útúrdúralaus.

Sigurjón Björnsson sálfræðingur (Mbl. 6. des. 1985)

 

Þessi bók er bráðskemmtileg, meira að segja einkar fallega skrifuð… Mál hennar er mjúklátt og jafnsteymið, vandað og prútt.

Andrés Kristjánsson ritstjóri (DV 14. des. 1985).

 

Þarna eru mættir til frásagnar bæði þeir sem kynntust mikilli fátækt og þeir sem fæddust í ,,aðalfjölskyldur“ kaupmanna og embættismanna. Hvunndagslýsingar blandast saman við hið sérstæða í bernskunni.

Árni Bergmann ritstjóri (Þjv. 10. des. 1985)

4. Reykjavík bernsku minnar