Nýjustu fréttir! Saga fjölmiðlunar á Íslandi frá upphafi til vorra daga.

Þetta er stór og þykk bók sem ég vann fyrir forgöngu Blaðamannafélags Íslands. Heldur hljótt var um útgáfu hennar og féll hún nokkuð í skuggann af ævisögu Einars Benediktssonar en þriðja bindi hennar kom út sama ár. Bókin hefur mikið verið notuð í kennslu í fjölmiðlun en fáir dómar birtust um hana þegar hún kom út. Pétur Gunnarsson blaðamaður skrifaði um bókina í tímaritið Sögu og fann því margt til foráttu. Aðrir voru ánægðari eins og eftirfarandi umsögn ber með sér:

 

Ein af áhugaverðustu og læsilegustu bókum sem út komu á síðasta ári var það mikla verk „Nýjustu fréttir!…“ Bókina ritar Guðjón Friðriksson af mikilli íþrótt og hagleik eins og hans er von og vísa, enda er þetta ágæta rit í senn feikifróðlegt og afspyrnuskemmtilegt aflestrar.

Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri (Dagur 6. Jan. 2001).

15. Nýjustu fréttir!