Indæla Reykjavík. 6 gönguleiðir um Þingholt og sunnanvert Skólavörðuholt

Þessa litlu bók, sem löngu er uppseld, setti ég saman á stuttum tíma og nýtti mér meðal annars þann fróðleik sem ég hafði heyjað mér þegar ég var að skrifa sögu Reykjavíkur. Nokkur neikvæð blaðaskrif urðu um bókina frá fólki sem taldi eitt og annað vanta í bókina og gerði mikið úr fáeinum villum sem höfðu slæðst inn í hana. Miklu fleiri voru þó ánægðir.

 

Úr umsögnum um bókina:

 

Hreinn og klár menningarviðburður… Skemmst er frá því að segja að leiðsögn Guðjóns er hafsjór af skemmtilegum fróðleik. Hann dregur fram í dagsljósið skondin smáatriði og ýmisleg skemmtilegheit í sundum og að húsabaki sem ella eru hulin gestum og gangandi, tengir götur, hús og herbergi við sögu þjóðarinnar á sviði bókmennta, lista, stjórnmála og athafnalífs, greinir frá aldri húsa og eigendum, íbúum þeirra og arkitektum, lýsir áhrifum ólíkra strauma í byggingarlist, skýtur inn skemmtilegum frásögnum og tíundar einstaka teré og trjátegundir sem eru athygli verð, svo eitthvað sé nefnt.

Kjartan Gunnar Kjartansson blaðamaður (Mbl. 10. júlí 1995)

 

Ætlast verður til að riti sem hlýtur að vera gefið út í því skyni að segja sem réttast frá því umhverfi sem það lýsir, megi treysta í öllum verulegum atriðum.

Jón Aðalsteinn Jónsson orðabókarritstjóri (Mbl. 24. sept. 1995)

Að lokum er vert að benda á að Jón Aðalsteinn hefur lesið bókina Indæla Reykjavík af alúð og áhuga og hefur mikla þekkingu á efni hennar, engu að síður verður ekki séð að hann bendi á neinar umtalsverðar missagnir í henni. Aðfinnslur hans beinast nánast eingöngu að því sem honum finnst að vanti í bókina.

Helgi Þorláksson prófessor (Mbl. 27. sept. 1995).

 

Mér fannst gott að ganga með þessa bók í hendi og fræðast um hús og fólk, garða og gróður. Núna finnst mér þessi byggð standa mér nær en áður… Með góðri samvisku get ég sagt að Indæla Reykjavík var skemmtilegur förunautur um neðsta hluta Þingholtanna og einkar fróðlegur lestur um næstu nágrenni.

Sölvi Sveinsson skólastjóri (Mbl. 10. nóv. 1995).

10. Indæla Reykjavík. Þingholtin