Hér heilsast skipin

Saga Faxaflóahafna 1-2

Í ágúst 2011 samdi ég við fyrirtækið Faxaflóahafnir um að skrifa sögu þeirra hafna sem heyra undir fyrirtækið en þær eru Reykjavíkurhöfn, Akraneshöfn, Borgnarneshöfn og Grundartangahöfn. Með nokkrum hætti var þetta framhald á bókaskrifum mínum um Sögu Reykjavíkur. Ekki aðeins var sagt frá sögu þessara hafna og margvíslegri hafnartengdri starfsemi við hafnirnar og skipafélögum heldur einnig eldri höfnum á öllu svæðinu og þar á meðal Hvalfirði sem herskipahöfn á stríðsárunum.

Umsagnir:

„Um Reykjavíkurhöfn, gerð hennar og sögu má reyndar lesa í stórfróðlegu tveggja binda verki… Ritið heitir „Hér heilsast skipin – saga Faxaflóahafna“ og er eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Bækurnar eru stórfróðlegar eins og við er að búast frá hendi Guðjóns en allt of fáir vita af þessu merkilega verki; það er fyllsta ástæða fyrir sem flesta að ná sér í umræddar bækur; bara fletta þeim og skoða allar ljósmyndirnar í fyrsta umgangi er ávísun á góða kvöldskemmtun.“
Einar Kárason rithöfundur DV 29.okt.-2.nóv. 2015.

21. Hér heilsast skipin II