Forsetakjör 1980.

President Vigdís

Vigdís forseti.

President Vigdís. Her Election and First Year in Office.

 

Bækur þessar voru þannig til komnar að Gunnar Elísson ljósmyndari, þá samstarfsmaður í blaðamennsku, fylgdi Vigdísi Finnbogadóttur eftir í kosningabaráttu hennar um landið allt í forsetakosningunum 1980 og tók mikinn fjölda mynda. Kjör hennar vakti mikla athygli heima og erlendis og kom Gunnari þá til hugar að gaman væri að gefa út myndabók um Vigdísi sem minjagrip um þessar eftirminnilegu forsetakosningar. Fékk hann leyfi Vigdísar til útgáfu slíkrar bókar en bað mig um að skrifa texta. Kom bókin út sama ár og varð metsölubók fyrir jólin 1980. Jafnframt var hún gefin út í enskri þýðingu Sonju Diego. Næsta ár var bókin endurgefin út með viðbótarefni um fyrsta ár Vigdísar í embætti og nú undir nýju nafni. Einnig var hún endurútgefin á ensku. Í dómum sem birtust um bókina var það helst fundið henni til foráttu að ekki væri kafað nógu djúpt í efnið. Hugmyndin var þó aldrei að gefa út sagnfræðilegt verk, einungis lítinn minjagrip um sögulegan atburð.

1. Forsetakjör 1980