Bærinn vaknar

Saga Reykjavíkur 1870-1940. Fyrri og seinni hluti

 

Árið 1985 var ég fenginn til þess af hálfu borgaryfirvalda ásamt Eggerti Þór Bernharðssyni sagnfræðingi að skrifa sögu Reykjavíkur í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar árið eftir. Síðar bættist Þorleifur Óskarsson sagnfræðingur í hópinn. Við skiptum með okkur verkum þannig að Þorleifur tók fyrir tímabilið frá landnámi til 1870, ég 1870-1940 og Eggert Þór tímabilið eftir 1940. Störfuðum við eingöngu að þessu verki næstu árin. Tvö þykk bindi í stóru broti komu svo út um hvert tímabil, samtals sex bindi. Svo vildi til að mínar bækur komu fyrst út og fékk ég Íslensku bókmenntaverðlaunin 1991 fyrir fyrra bindið.

 

Úr umsögnum um bækurnar:

 

Höfundur hefur yfirburðaþekkingu á viðfangsefni sínu og setur mál sitt vel og skilmerkilega fram… Texti hans er undantekningalítið þjáll og skýr og ályktanir reistar á vandaðri rannsókn heimilda. Meginstyrkleiki ritsins er að mínum dómi hversu vel Guðjóni Friðrikssyni lætur að segja söguna „frá sjónarhól bæjarbúa sjálfra.

Gísli Ágúst Gunnlaugsson sagnfræðingur (Mbl. 23. des. 1991).

 

Sérlega vel heppnað rit.

Gunnlaugur A. Jónsson prófessor (DV 23. des. 1991).

 

Það er mikill fengur í þessari bók fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og sagnfræðingur (DV 1. júlí 1994)

 

Hér er dreginn saman gríðarlega mikill fróðleikur um margbreytilegt svið bæjarlífsins.

Sölvi Sveinsson sagnfræðingur (Mbl. 31. okt. 1995).

 

Guðjóni hefur tekist ætlunarverk sitt einstaklega vel.

Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur (Alþbl. 20. des. 1994)þ

 

Nú er hér á ferðinni mikið og metnaðarfullt átak, borið upp af sjálfri borgarstjórninni… Má þegar fullyrða að þær [bækurnar] bregðast ekki þeim vonum, sem velunnarar þessa framtaks hafa alið.

Bergsteinn Jónsson prófessor (Saga 33 (1995), 218).

Saga Reykjavíkur