Á tímum friðar og ófriðar 1924-1945.

Heimildaljósmyndir Skafta Guðjónssonar

 

Skafti Guðjónsson (1902-1971) bókbindari var föðurbróðir minn. Hann var einhleypur alla tíð og bjó í sama húsi og foreldrar mínir. Skafti var áhugaljósmyndari og skildi eftir sig merkilegt safn ljósmynda sem hafa mikið heimildagildi, einkum um Reykjavík og ýmsa atburði í bæjarlífinu þar. Ég erfði þetta safn og birti myndir úr því þegar ég var blaðamaður á Þjóðviljanum. Myndirnar vöktu athygli og tóku bóka- og tímaritaútgefendur að sækjast eftir að fá lánaðar myndir úr safninu. Ljósmyndasafnið, sem þá var nýstofnað, efndi til sýningar á völdum myndum úr safni Skafta í Listasafni alþýðu árið 1981 og varð þetta allt til þess að Bókaútgáfan Hagall falaðist eftir að gefa út bók með myndum Skafta. Það lá í eðli málsins að ég semdi formála og ítarlega myndatexta. Snillingurinn Hafsteinn Guðmundsson hannaði útlit bókarinnar.

 

Úr umsögnum um bókina:

 

Dásamleg bók.

Baldur Hermannsson eðlisfræðingur (DV 17. des. 1983)

 

Greinargóð frásögn Guðjóns Friðrikssonar.. Það er fengur í þeim langflestum [ljósmyndunum]. Hvort sem þær geyma söguleg atvik eða andrúmsloft þeirra tíma sem við tengjum við Alþingishátíð, kreppu, stéttaátök, hernmám og lýðveldisstofnun.

Árni Bergmann ritstjóri (Þjóðviljinn 23. des. 1983)

2. Á timum fridar og ófriðar