’Guðjón Friðriksson er margverðlaunaður höfundur ævisagna og sagnfræðirita....’

Um höfundinn
Guðjón Friðriksson

Guðjón hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin í þrígang.

REYNSLA

Guðjón hefur gegnt margvíslegum félagsstörfum, sinnt dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi og skrifað fjölda greina og ritgerða í blöð, tímarit og bækur.

STARFSFERILL OG MENNTUN

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er fæddur í Reykjavík 9. mars 1945. Hann lauk stúdentprófi frá MR 1965, BA-prófi í sagnfræði og íslensku frá Háskóla Íslands 1970 og prófi í uppeldis- og kennslufræði 1971. Hann starfaði við kennslu 1970-1975 og blaðamennsku 1976-1985, var ritstjóri Sögu Reykjavíkur 1985-1991 en hefur verið rithöfundur í fullu starfi frá 1991.